
Tvíæringurinn 2022
Mjólk drauma minna er köld og fersk. Hvorki undanrenna né fjörmjólk dugir. Full fituprósenta og ekkert rugl. Tvíæringurinn er eins og risastórt sjálfgöngufjós. Þar stendur maður í bununni úr alþjóðlegum listaspenum ýmissa tíma. Tímaleysið er algjört. Nýtt gæti verið gamalt – gamalt eins og splunkunýtt. Myndlist er fyrir mér dáldið lík mjólk. Mér finnst hún góð. Ekkert óþol, en svo get ég líka verið án hennar í lengri tíma. Hún þarf að vera fersk og helst í henni umtalsverður broddur.

Gestgjafarnir bjóða uppá ævintýraferð í gegnum endurskapaða saumastofu




Spánverjar byggja inn í sinn skála, annan sem hefur verið hnikað til um tíu gráður. Þá loksins er hann í línu við belgíska skálann við hliðina.

Danska framlagið í ár kemur frá einhverjum mjög dimmum stað.



Þessi kom frá miklu bjartari stað. Josephine Baker er aðeins ein fjölmargra listakvenna frá fyrri hluta 20. aldar sem er gerð góð skil í Feneyjum.
Typpin í ár eru af mjög fjölbreyttu tagi




Hver hefur ekki viljað vera einn í ólympískri keppnislaug að gára línurnar með listrænu skriðsundi?

Strætó á fljótandi tímaplani…
Glæsilegt framlag Íslands hefði þurft stærra rými til njóta sín til fulls.

Glóandi stáldropar féllu úr loftinu hjá Möltu.

Annaðhvort Grýla eða Byltingin. Hún er allavega að éta börnin sín.

Skæðar tungur Brasilíu…

…og mjúkir rassar

Þessi fagnar gestum stóra skálans …

…þar sem er hrært í sýningar úr öllum áttum

Lettar sýna vandaða keramikgripi kunnuglegra tákna. Píkuplattar og krossbellir…

Lítil stemmning í rússneska skálanum. Æpandi fjarvera.

Úkraína sendi þessa mynd af því hvernig gengið er frá myndlistinni þar þessa dagana.













Augnaráðið hennar Palmíru frá Venezúela er ómótstæðilegt.

















































Notaleg stemmning hjá Úsbekistan

